Færslur: 2009 Mars

28.03.2009 20:59

Biblíuskóli Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík

 

.

 

 

Sýn skólans er að þjálfa fólk til að:

 

"Að berjast trúarinnar góður baráttu."

   og höndla eilífa lífið. 

 Þriggja mánaða námskeið einu sinni í viku.

 

Hefst fimmtudaginn 2.apríl. kl.20.00.

 

Þú getur lesið nánar um skólan undir: Biblíuskóli

Ekkert námsgjald
Af hverju biblíuskóli ?

 

Jú, eins og segir í bréfi Páls til Tímóteusar: Legg kapp á að reynast hæfur fyrir Guði sem verkamaður, er ekki þarf að skammast sín og fer rétt með orð sannleikans.   ( 2.Tím 2.15.)

Orð Guðs er andlegt orð og hér kemur fram hvatning Páls að það það sé farið  rétt með það. Þetta segir okkur í raun að það sé hægt að mistúlka Orðið einnig. Við sjáum í Mattesu 4, að þegar satan kemur til Jesú, þá reynir hann einmitt þetta, að umsnúa orðinu og taka úr samhengi. En Jesús svarar honum strax aftur og segir: " Ritað er ......"

Yfirskriftin yfir skólanum okkar er þessi: " Að berjast trúarinnar góðu baráttu"  Meira hér
15.03.2009 19:59

Ef Guð er faðir

 

Mikil kennsla flæðir nú yfir kirkjuna um föðurhjarta Guðs og kærleika Hans til sinna barna. Og óhætt er að segja að sú fræðsla er vissulega tímabær og  hefur gefið nýja vakningu inn í kirkju Guðs.

En það sem er mjög mikilvægt á vakningar tímum, er að halda því sem við höfum, þ.e. þeim grunni sem við byggjum á.

Þegar Guð gefur eitthvað nýtt, þá ætlast Hann ekki til að við hendum því, sem Hann hefur áður sagt.

Þess vegna er mikilvægt, þegar við heyrum um föðurhjarta Guðs, að gleyma ekki hver Guð er.

Í Malakí 1.6. segir: Sonur heiðrar föður sinn og þjónn húsbónda sinn. Ef ég er faðir, hvar er þá virðingin sem mér ber? Ef ég er húsbóndi, hvar er þá lotningin sem mér ber? Svo segir Drottinn hersveitanna við ykkur, prestar, sem vanvirðið nafn mitt. En þið spyrjið: "Með hverju vanvirðum við nafn þitt?" 7Þið berið fram óhreina fæðu á altari mitt og segið: "Hvernig óhreinkum við þig?"

 

Hér sjáum við hugtök, sem ekki er gefin mikill gaumur í dag.  Heiður- virðing- lotning.

Það viriðist lítil kennsla vera í kirkju Jesú Krist, um að koma með lotningu fram fyrir Drottinn, bera virðingu fyrir orði Hans, eða heiðra nafn Hans.

Gamla boðorðið, "Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma," virðist löngu gleymt í okkar þjóðfélagi og jafnvel í kirkjunni.

 

Á alfa námskeiðinu sem nú stendur yfir lærum við um

1. Almennan vilja Guðs.

2. Ákveðin vilja Guðs.

 

Almennur vilji Guðs felur í sér að við berum virðingu fyrir Hans orði, og á alfa eru nefnd hugtök eins og : hjónaband, atvinna, peningar, börn og  aldraðir ættingjar... að í öllu þessu þá greinum við rétt frá röngu.

Ef þú vilt ekki breyta eftir orði Guðs á þessum sviðum, af hverju ætti Guð þá að opinbera þér eitthvað meira ?

Ef þú ert ekki tilbúinn að breyta eftir eða virða þess grunn boðorð, af hverju ætti Guð að treysta þér fyrir sínu orði.

 

Hvaða fyrirtæki myndi vilja láta þig selja sína vöru, ef þú lítilsvirðir yfirmennina, talar illa um fyrirtækið og vöruna ? Það væri léleg kynning.

 

Jóh. 14.23 segir: "Jesús svaraði: "Sá sem elskar mig varðveitir mitt orð og faðir minn mun elska hann. "

 

Fólk lítur einnig til hinnar lifandi kirkju, og leitar að fyrirmynd.

1.Tím 3.15: "til þess að þú skulir vita, ef mér seinkar, hvernig á að haga sér í Guðs húsi, sem er söfnuður lifanda Guðs, stólpi og grundvöllur sannleikans"

 

Ég tel að við höfum ekki leyfi til að færa þennan stólpa úr stað, sama hve mikið faðirinn elskar okkur.

Ef við í raun meðtökum föðurhjarta Guðs og þann kærleika sem hann úthellir yfir okkur, þá er okkur ljúft að halda hans boð.

 

Í 1.Pét. 1.16 segir:" Verið heilagir, því ég er heilagur."  Hér sjáum við að sú krafa er gerð til þeirra sem kalla sig börn Guðs, að þau séu heilög eins og Guð er heilagur.

Hvað er þá að vera heilagur ? Jú, orðið felur í sér að vera frátekinn, það hefur lítið með klæðaburð að gera, en það hefur hins vegar mikið með samfélag okkar við Jesú að gera og það að við virðum Hann og Hans orð.

 

2. Tím 2. 19. segir: "En Guðs styrki grundvöllur stendur. Hann hefur þetta innsigli: Drottinn þekkir sína og hver sá, sem nefnir nafn Drottins, haldi sér frá ranglæti."

 

Hér kemur aftur krafa um, að þeir sem nefna nafn Drottins og kenna sig við Hann, þeir haldi sér frá ranglæti.

Eru þetta ósanngjarnar eða erfiðar kröfur ?

Nei, það ætti að vera Guðs börnum eðlilegt að gera það sem rétt er og að vera frátekin fyrir Hann sem þau elska mest.

 

Ég vil enda á orðum Jóhannesar í  1.Jóh. 4:19, " Vér elskum því Hann elskaði oss að fyrra bragði.

Að elska einhvern felur í sér að virða og heiðra.

07.03.2009 18:40

Sveigjanleiki

Var að glugga í gamlar glósur og fann þetta: " Blessed are the flexible, they will bend and not brake"
Eða : " Sælir eru hinir sveigjanlegu, þeir svigna en brotna ekki."

Stundum getur verið gott að gefa aðeins eftir og halda sinni stöðu, í stað þess að vera stífur og missa sína stöðu.

Kólossubréfið 4:6, Mál yðar sé ætið ljúflegt, en salti kryddað, til þess að þér vitið, hvernig þér eigið að svara hverjum manni.

Mundu að djöfullinn ýtir - Heilagur andi leiðir.

Guð blessi þig í Jesú nafni

Kristinn Ásgrímsson

07.03.2009 17:05

Orð til umhugsunar

Trúarinnar góða barátta, Páll segir að baráttan sé góð, vegna þess að sigurinn er unninn um leið og þú tekur þá ákvörðun að berjast. Af hverju, jú Jesús hefur þegar unnið sigurinn og um leið og við ákveðum að berjast trúarinnar góðu baráttu, þá staðsetjum við okkur í Kristi eða í sigri Hans. 1.Tím 6:12 og Róm 8: 37.

Lífið er oft barátta, en samt er lífið yndislegt. Hugsaðu um knattspyrnuleik, þar sem öllum er sama, hvernig leikurinn fer og allir leikmenn passívir. Það entust ekki margir til að horfa á þann leik.

Í lífinu þurfum við hins vegar stundum að heyja stríð sem við höfum ekki óskað eftir, við höfum ekki val. Annað hvort tökumst við á við vandamálin og leysum þau eða m.ö.o. sigrum eða vandamálin brjóta okkur.

Maðurinn var skapaður af Guði til að drottna yfir jörðinni og það er í eðli mannsins að sigrast á þrengingum, sjúkdómum os.frv.

Þegar við finnum að kringumstæður drottna yfir okkur, og við náum ekki að rísa upp yfir þær, þá kallar það á þunglyndi og vonleysi.

Þess vegna kemur þessi hvatning frá Páli.

Berstu trúarinnar góðu baráttu, það eru engar þær kringumstæður, sem að Jesús Kristur hefur beðið ósigur fyrir. Ef þú ert í Honum og Hann í þér þá er sigurinn þinn.

 Guð blessi þig í Jesú nafni.

Kristinn Ásgrímsson 

01.03.2009 20:02

Tveir nýir lestrar.

Vil vekja athygli á tveim nýjum lestrum inn á hljóðbönd. Þetta er kennsla um Heilagan anda og er kennari Deborah Guðjónsson.
  • 1
Flettingar í dag: 183
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 536
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 1487045
Samtals gestir: 202280
Tölur uppfærðar: 10.4.2020 06:22:58