Færslur: 2008 Apríl

26.04.2008 12:14

Heimsókn frá Arken

Vikuna 3-11 maí munu hjónin Sigmund Leví Varðarson og Anna Rósa Pálmarsdóttir

heimsækja Hvítasunnusöfnuði á Íslandi, með þeim í för verður Stig Engilbrektsen sem er smurður af Guði til að þjóna í lofgjörð.

Sigmund og Anna Rósa tilheyra Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu í Reykjavík en hafa stundað nám á Biblíuskólanum Jesús læknar og endurreisir í Svíþjóð síðastliðin 3 ár og koma nú á vegum Arken Kirkjunnar sem rekur skólann.


Viltu mæta kærleika Jesú? Þarftu lækningu fyrir líkama eða sál? Viltu vita hver þú ert í Drottni og hvaða hugsanir Hann hefur fyrir þig?

 Komdu og leyfðu Jesú Kristi sem elskar ÞIG að snerta við þér!!

 

Hópurinn verður hér í Keflavík fimmtudaginn 8 maí kl 20.00

14.04.2008 22:01

Eitthvað að lagast

Eitthvað er kerfið að lagast þótt ekki sé það gott. Það vantar ennþá nokkur myndbönd. Reyndar tekur núna um tvær mínútur að opna myndböndin, en ég vona að þetta verði fært í sitt fyrra horf.
kv. Kristinn

12.04.2008 22:31

Myndbönd og myndir

Því miður virðast flestöll myndbönd hafa dottið út, þegar kerfið hjá 123.is var uppfært.
Við bíðum svara frá 123.is 
Vonumst til  að koma þessu í lag sem fyrst.
kv. Kristinn
  • 1
Flettingar í dag: 35
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 207
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 1485574
Samtals gestir: 202079
Tölur uppfærðar: 2.4.2020 08:41:18