Færslur: 2008 Mars

25.03.2008 20:38

Góðar páskasamkomur að baki

 

Það sem byrjar sem tilhlökkun og eftirvænting er nú góð minning og endurnæring.

Við vorum með frábæra gesti frá Færeyjum um páskana. Einn af þeim Nikulás Jóhannsson er reyndr hér enn. En hann tilheyrði söfnuðinum okkar hér um nokkurra ára skeið, áður en hann flutti til Færeyja.

Við vorum með góða söngsamkomu í Ytri-Njarðvíkurkirkju á föstudaginn langa, sem þú getur horft á hér.

Síðan vorum við á samkomu unga fólksins á laugardagskvöldi, troðfullt út úr dyrum. Þar fengum við að heyra frábært sambland af vitnisburði og prédikun ungrar konu.

Á páskadagskvöld var síðan hápunktur þessa páskamóts, en þá þjónuðu vinir okkar frá Færeyjum í söng og prédikun og með krafti heilags anda inn í líf okkar

02.03.2008 16:48

Samkomur um páska með gestum frá Færeyjum

Um  páskana verða með okkur góðir gestir frá Sandö Færeyjum, sem munu taka þátt í samkomunum með okkur . Þetta er fimm manna hópur og einn þeirra tilheyrði reyndar okkar kirkju um nokkura ára skeið.
En dagskráin verður sem hér segir:

Skírdagur Alfa námskeið kl. 19.00

Föstudagurinn langi kl. 20:30 Samkoma í Njarðvíkurkirkju.

Söngsamkoma þar sem eftirtaldir koma fram:Gospel Invasion Group frá Krossinum

Sönghópur frá Færeyjum

Sönghópur Kærleikans

Unglingahljómsveitin Papírus.

Tekin verða samskot vegna byggingar drengjaheimilis í Nakuru Kenya.Laugardagur kl. 20.00 Samkoma Kærleikurinn

Páskadagur kl.11.00 Fjölskyldusamkoma tileinkuð börnum

Páskadagur kl. 20.00 Samkoma - Gestir frá Færeyjum

  • 1
Flettingar í dag: 75
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 207
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 1485614
Samtals gestir: 202080
Tölur uppfærðar: 2.4.2020 10:27:18