Færslur: 2008 Janúar

30.01.2008 19:54

Tónleikar

Idol-söngkona frá Ísrael á Íslandi

Hin frábæra söngkona, Israela Assogo, sem varð í öðru sæti í Idol í fyrra mun syngja hér í Reykjavík mánudagskvöldið 4. febrúar n.k.

Israela tilheyrir hópi Gyðinga sem búa í Eþíópíu, og hafa verið að flytja til Landsins helga undanfarin ár. Þessi heillandi söngkona hefur slegið rækilega í gegn í heimalandi sínu og víðar , með einstökum söng sínum og framkomu.

Tilgangur komunnar er að kynna Ísrael og opna fyrir stuðning innflytjenda til Landsins Helga. Þúsundir gyðinga í Eþíópíu, Indlandi og Suður-Ameríku eru á heimleið til Ísraels.

Margir Íslendingar hafa notið þess að fara á söguslóðirnar í Landinu helga og eru þeir og allir aðrir hvattir til að koma á þessa tónleika og hlusta á söng Israelu. Í upphafi tónleikanna kl.19.30 munu íslenskir söngvarar hita upp, þeirra á meðal Björg Pálsdóttir, Guðjón Guðjónsson, Herdís Hallvarðsdóttir,Gúðrún Tómasdóttir,Oddur Thorarensen og Kristín Ósk Gestsdóttir. Tónleikarnir hefjast síðan kl.20

Tónleikarnir fara fram, eins og fyrr sagði mánudagskvöldið 4. febr. n.k. og verða í sal Íslensku Kristkirkjunnar, Fossaleyni 14 (sömu götu og Egilshöll), Grafarvogi. Húsið opnar kl. 19:30. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Undirbúningsnefndin.

10.01.2008 23:24

Alfa í Keflavík

 

 

 

Alfa kynning verður fimmtudaginn 17 jan kl. 20.00.

Þú kemur og athugar hvort Afla er námskeið sem höfðar til þín,

Án allra skuldbindinga

 

 

Alfa námskeiðið hefst síðan fimmtudaginn 24 jan kl. 19.00

 

Námskeiðið stendur yfir í 10 vikur og er á fimmtudögum.

 

Hvítasunnukirkjan Hafnargötu 84  Keflavík 

 

Upplýsingar í síma 6977993  og 8936565 s 8992212

  • 1
Flettingar í dag: 11
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 141
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 1486238
Samtals gestir: 202225
Tölur uppfærðar: 8.4.2020 04:16:49