Færslur: 2007 Nóvember

15.11.2007 22:50

Góður gestur - nýtt myndband

S.l helgi var hjá okkur gestur að nafni Mike Kellett. Hann er frá Blackpool Englandi og hefur veitt forstöðu kirkju þar í mörg ár. Ég kynntist Mike fyrir 30 árum þegar ég var á togara sem sigldi til Englands. Eitt kvöld fór ég á bænasamkomu í kirkju í Fleetwood. Maður nokkur settist í sömu bekkjaröð og ég sat í. Eftir samkomuna tók hann mig tali, bauð mér síðan heim og kynnti mig fyrir fjölskyldu sinni. Eftir það má segja að ég hafi verið fastagestur hjá þeim hjónum í hvert skipti sem skipið mitt seldi fisk í Grimsby eða Fleetwood. Mike er góður biblíufræðari, þannig endilega kíkið á myndbandið.
Kristinn

05.11.2007 22:03

Fréttir

Nýtt lén fyrir heimasíðuna okkar.

Nú er hægt að fara beint inn á heimsíðuna kirkjunnar okkar í Keflavík : keflavikgospel.is

Kvennamorgnar

Nú eru konurnar byrjaðar að hittast líka einn laugardag í mánuði kl. 10.00. borða morgunverð saman og eiga samfélag. Næsta skipti nánar auglýst á samkomu.

Kærleikurinn

Laugardagssamkomurnar eru nú á hverju laugardagskvöldi kl. 20.00. Þetta hafa verið frábærar samkomur ,hér um bil fullt hús í hvert skipti. Þrjú tóku skírn um daginn og var það eftirminnileg stund. Guð blessi unga fólkið .

Heimsókn í byrjun Nóvember.

Helgina 10 og 11 Nóvember kemur Mike Kellett frá Englandi og talar hjá okkur þá helgi. Mike hefur verið góður vinur minn í 30 ár og það er eftirvænting að heyra hvað Guð hefur lagt honum á hjarta.

  • 1
Flettingar í dag: 5
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 536
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 1486867
Samtals gestir: 202273
Tölur uppfærðar: 10.4.2020 04:41:24