Færslur: 2007 Júlí

27.07.2007 22:48

Samkomur framundan

Nú fer að líða að kotmóti þannig að við viljum benda á að samkomur falla niður um verslunarmannahelgina og reyndar líka fimmtudaginn 2. águst .

Hins vegar verður Jón Þór Eyjólfsson með okkur núna á sunnudaginn 29 júlí kl. 11.00

Síðan verður Eiður Einarsson ræðumaður fimmtudaginn 9 ágúst kl. 20.00

kv. Kristinn

11.07.2007 22:14

Hús Hugans- Hverjum býður þú inn ?

 

Öll stórkostleg verk, uppgötvanir, listaverk, afreksverk fæðast fyrst í huga mannsins, en það gera einnig hin mestu óhæfuverk, glæpir og hvers kyns illvirki.

Hugurinn hefur stundum verið kallaður vígvöllur sálarinnar.

Við getum líka kallað hugann hús og það skiptir máli hverjum eða hverju við hleypum þar inn.

Filippíbr. 4:8 segir: Allt sem er satt, sómasamlegt, rétt, hreint, elskuvert, gott afspurnar, dyggð, lofsvert, hugfestið það.

M.ö.o. þá er verið að segja okkur að nota þetta sem mælikvarða, á gesti hugans.

Hér á eftir fer tilvitnun úr: ?The Word for Today?

Þetta sannleikur sem mun breyta þér: Það sem kemur stöðuglega inn í huga þinn, upptekur hann, mótar hann, stjórnar honum og stjórnar því að lokum hvað þú gerir og hver þú verður.

Samkomur sem þú sækir, efni sem þú lest eða ekki lest, tónlist sem þú hlustar á , sú ímynd sem þú sækist eftir, félagsskapurinn sem þú ert í og þær hugsanir sem þú dvelur við, allt þetta mótar huga þinn, og síðan karakter þinn og að lokum framtíð þína.

Hugsaðu því vel um hús þitt og enn betur um það hverjum þú býður í heimsókn.

06.07.2007 18:27

Frábær heimsókn

Um þessar mundir er hér á landi 4 manna hópur frá Höfðaborg  S-Afríku, eins og sagt var frá hér í síðustu færslu. Í hópnum eru 3 karlmenn og ein kona. Þau eru hér á landi í boði Vonarhafnar Kristlegs starfs í Hafnarfirði. Þar verða samkomur nú um helgina föstudag, laugardag og sunnudag kl. 20.00 alla dagana.
Hópurinn fór í þessari viku til Akureyrar og var einnig í Stykkishólmi á miðvikudagskvöld.
Ég vil vekja athygli á myndböndum þessarra gesta Hermans Abraham og Ron Botha (sem verður sett inn nú í kvöld.)
Þeir hafa gott og uppbyggilegt orð.

Kristinn Ásgrímsson
  • 1
Flettingar í dag: 75
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 207
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 1485614
Samtals gestir: 202080
Tölur uppfærðar: 2.4.2020 10:27:18