Færslur: 2007 Júní

26.06.2007 21:46

Heimsókn frá Afríku

Næsta sunnudag verða með okkur góðir gestir frá Afríku. Ræðumaður verður Herman  Abrahams, sem hefur  talað áður hjá okkur í Keflavík.
Hópurinn kemur frá alþjóðlegum samtökum, sem heita Kingdom Ministries International.
Herman er frábær biblíukennari og ástæða til að hvetja alla sem hafa tækifæri, til að koma í Hvítasunnukirkjuna í Keflavík n.k. sunnudag 1 júlí kl.11.00. Ef þú vilt vita meira
um þennan hóp þá kíktu á:http://www.kmi.org.za
 
Herman og konan hans Fiona

03.06.2007 21:03

Tryggan vin, hver finnur hann ?

 

Í orðskviðunum 20.6. segir : " Margir menn eru kallaðir kærleiksríkir, en tryggan vin hver finnur hann.

Hvort viltu eiga tryggan vin eða frægan vin ?

Hollywood segir þér, að þú sért eitthvað, sem þú ert ekki.
Guð segir þér hins vegar að hann geti gert eitthvað úr þér sem þú  ekki ert.

Trúmennska, hvað er það ? Traust ? Eru þetta gildi sem eru "inn" í dag ?Veistu að Guð er trúfastur og hann er svo trúfastur, að Hann er trúr sínu orði.Þ.e. Hann er trúr ritningunni, þetta eiga margir erfitt með að skilja í dag. En á þessu byggir réttlæti Guðs.

Jeremía 1.12. "Því ég vaki yfir orði sínu til að framkvæma það"

Vissir þú að Jesús hélt boðorð Guðs (Jóh. 15.10) Hann biður okkur ekki um neitt sem hann ekki gerði sjálfur.

Meira um þetta efni á nýjasta myndbandinu. Sjá Myndbönd

  • 1
Flettingar í dag: 183
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 536
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 1487045
Samtals gestir: 202280
Tölur uppfærðar: 10.4.2020 06:22:58