Færslur: 2007 Apríl

29.04.2007 09:12

Nýr öldungur í kirkjunni okkar


Á síðasta aðalfundi 10 apríl var settur inn nýr öldungur í kirkjuna. Hann heitir Björgvin Tryggvason og hefur tilheyrt kirkjunni undanfarin 10 ár. Hann er tveggja barna faðir og giftur Kristínu Jónsdóttur sem sér um barnastarfið í kirkjunni.
Björgvin stundaði nám á biblíuskóla Livets Ord í Uppsala Svíþjóð í 2 ár. Við bjóðum Björgvin velkominn til starfa og óskum honum og fjölskyldu hans blessunnar í þjónustunni.
Kristinn Ásgrímsson

25.04.2007 21:20

Biblíuskólanemar í Keflavík

Biblískólinn MCI er á förum til Pakistan og þau ætla að heimsækja okkur í Keflavík núna fimmtudaginn 26. apríl kl. 20.00.
Við ætlum að styðja við bakið á þeim og taka þátt, með því að taka fórn fyrir þau.
Það er frábært að fylgjast með þessu unga fólki sem hefur helgað Guði líf sitt.
Samkoman annað kvöld verður í þeirra umsjá.
Þú ert velkomin(n).
Kristinn Ásgrímsson

23.04.2007 22:08

Frábær Færeyjarferð

Við hjónin fórum til Færeyja á núna á föstudaginn 20.4.  að heimsækja vini okkar á Sandö, Nikka og Gunnhild og kirkjuna þeirra. Að koma til Færeyja er alveg einstök upplifun, þarna virðast allir vera ein stór fjölskylda. Með okkur í för var ung stúlka okkur tengd,sem heillaðist svo að staðnum að hún fékk að vera eftir um stund.
Við vorum boðin í 60 ára afmæli á laugardagskvöldinu þar sem voru sennilega um 150 manns og mikið var sungið og margir tóku til máls.
Síðan vorum við með á samkomum í Hvítasunnukirkjunni í Skopun sunnudeginum bæði kl. 11 og 18.
Aftur fengum við að upplifa þessa sterku fjölskyldustemmingu og söngurinn var vægast sagt "himneskur"
Á mánudagsmorgun var haldið til Þórshafnar þar sem við heilsuðum upp á forstöumennina í Fíladelfíu og Evangelihuset.
Bróðir okkar Nikki sagði mér, að á sunnudögum fara a.m.k. 40% færeysku þjóðarinnar í Guðs hús. Eitthvað sem við Íslendingar mættum gjarnan læra af.
Ég vonast til að við hinir kristnu eigum eftir að efla tengslin við trúsystkini okkar í Færeyjum.
Kristinn Ásgrímsson

 

  • 1
Flettingar í dag: 48
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 207
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 1485587
Samtals gestir: 202080
Tölur uppfærðar: 2.4.2020 09:16:54