29.04.2007 09:12

Nýr öldungur í kirkjunni okkar


Á síðasta aðalfundi 10 apríl var settur inn nýr öldungur í kirkjuna. Hann heitir Björgvin Tryggvason og hefur tilheyrt kirkjunni undanfarin 10 ár. Hann er tveggja barna faðir og giftur Kristínu Jónsdóttur sem sér um barnastarfið í kirkjunni.
Björgvin stundaði nám á biblíuskóla Livets Ord í Uppsala Svíþjóð í 2 ár. Við bjóðum Björgvin velkominn til starfa og óskum honum og fjölskyldu hans blessunnar í þjónustunni.
Kristinn Ásgrímsson
Flettingar í dag: 280
Gestir í dag: 134
Flettingar í gær: 3948
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 1464237
Samtals gestir: 199282
Tölur uppfærðar: 29.1.2020 19:30:29